Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Raufarhöfn á hættulista

20.10.2012 - 13:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Raufarhöfn er komin á hættulista í byggðalegu tilliti segir Steingrímur J. Sigfússon. Ekki sé þó vonlaust að snúa þróuninni þar við.

„Það er orðið eitt af þessum svæðum þar sem er orðið framorðið með að finna leiðir til að snúa þróuninni við Við erum með nokkur slík svæði sem næstum er hægt að setja á hættulista í byggðalegu tilliti. Þarna er staður sem þarf sannarlega á stuðningi að halda og ég vil trúa því að við reynum eitthvað að gera í þeim efnum, sveitarfélagið, Byggðastofnun, stjórnvöld. þingmenn kjördæmissins eru held ég allir samhuga um það. "

Steingrímur segir að lausnir séu þó ekki auðfundnar en þó megi menn ekki missa móðinn. 

„En sem betur fer sjáum við líka dæmin um hið gagnstæða ekkert langt frá Raufarhöfn þar sem íbúaþróun hefur verið jákvæðari og byggðarlögin jafnvel að yngjast upp, þannig að við megum aldrei missa móðinn í baráttu af þessu tagi og góðir hlutir geta gerst tiltölulega fljótt ef þeir bara komast af stað."