Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Rappari Gorillaz féll af sviðinu á Hróarskeldu

Mynd með færslu
 Mynd: Jamie Hewlett

Rappari Gorillaz féll af sviðinu á Hróarskeldu

08.07.2018 - 02:17

Höfundar

Breska hljómsveitin Gorillaz varð að hætta tónleikum sínum á Hróarskelduhátíðinni fyrr en hún ætlaði sér, eftir að einn meðlimur sveitarinnar, Teren Delvon Jones, féll af sviðinu. Um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma var honum ekið á sjúkrahús.

Einn tónleikagesta náði myndbandi af því þegar Jones féll af sviðinu, og birti á Youtube.

Hljómsveitin hélt áfram í smástund eftir slysið, en skömmu síðar tilkynnti söngvarinn Damon Albarn áhorfendum við appelsínugula sviðið að sveitin gæti ekki haldið lengur áfram.