Rannsókn nokkurra skattaskjólsmála að klárast

16.02.2017 - 23:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur vísað fimm málum til héraðssaksóknara síðustu mánuði eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Þar er bæði um að ræða rannsóknir byggðar á gögnum sem voru keypt eftir gagnaleka og rannsóknum á grundvelli nafna í Panamaskjölunum. Eitt málanna er vegna gagnalekans. Rannsókn á tveimur málum til viðbótar er lokið og næsta skref er að taka ákvörðun um refsimeðferð í þeim.

Þetta kemur fram i svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirpurn fréttastofu um stöðu rannsókna á mögulegum skattaundanskotum Íslendinga í skattaskjólum. Bryndís segir að auk þessa sé rannsókn á nokkrum málum á lokastigi. 

Meirihluta mála sem komu til meðferðar skattrannsóknarstjóra var vísað til meðferðar hjá ríkisskattstjóra sem tók við meðferð málanna.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi