Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rannsókn á lekamáli á lokasprettinum

27.05.2014 - 11:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Rannsókn á lekamálinu svokallaða er á lokaspretti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, staðfesti það í samtali við fréttastofu .Hann kvaðst þó ekki geta sagt til um hvenær rannsókn lyki og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Lögreglan reyndi með úrskurði dómstóla að fá fréttastjóra mbl.is til að upplýsa hver hefði skrifað frétt vefsins um mál tveggja hælisleitenda, sem lekamálið snýst um.

Lögreglan vildi vita hvort fréttavefurinn hefði óformlegt minnisblað inannríkisráðuneytisins undir höndum og með hvaða hætti og frá hverjum minnisblaðið hefði borist.  Lögreglan hefur einnig tekið skýrslu af innanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu og aðstoðarmönnum ráðherra