Blá móða hefur legið yfir víða á Austurlandi síðustu þrjá sólarhringa. Íbúar hafa rakið þetta til eldgossins í Holuhrauni og sumir kvartað undan óþægindum. Móðan sést á gervihnattamyndum sem Veðurstofan notar og gefa þær til kynna að móðan sé frá eldstöðvunum.