Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Rangur Leiðarljóssþáttur í loftið

22.05.2012 - 17:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Því var líkast sem hamfarir hefðu orðið þegar öll símtæki á fréttastofunni glumdu á fimmta tímanum í dag og óglaðir áhorfendur Leiðarsljóss í Sjónvarpinu báru fram kvartanir, flestar kurteislegar. Tilefnið var að á dagskrá var settur sami þáttur og í gær.

Svo rammt kvað að innhringingum að erfitt var að ná línu til að hringja út úr húsinu.  Skýringin á mistökunum í útsendingu Leiðarljóss var röng merking á efni. Með réttu hefði þátt gærdagsins átt að senda út í dag, en í gær annan þátt, sem enn er ósýndur.  Hann verður sýndur á föstudaginn.