Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ragnar verðlaunaður fyrir Andlit norðursins

08.02.2017 - 20:21
Mynd: RÚV / RÚV
Ragnar Axelsson hlaut í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir ljósmyndabókina Andlit norðursins. Ragnar sagði þegar hann tók við verðlaununum að það þurfi stöðugt að upplýsa heiminn um það sem er að gerast í umhverfismálum. Skrásetning ástandsins á Grænlandi sé hans framlag.

Í bókinni eru áður óbirtar ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi og sögurnar á bak við þær. Þar skyggnist Ragnar yfir ævistarf sitt sem ljósmyndara og reynir að skrá líf og störf íbúa norðurslóða og þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi þeirra og samfélagi. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV