Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ragnar leiðir áfram H-lista

Mynd með færslu
 Mynd:
Frambjóðendur H-listans í Hrunamannahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor voru kynntir á opnum fundi í gærkvöldi. Ragnar Magnússon núverandi oddviti leiðir listann áfram. H-listinn hefur verið í meirihluta í hreppnum á þessu kjörtímabili.

Frambjóðendur listans eru:

1. sæti - Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi
2. sæti - Halldóra Hjörleifsdóttir, sveitarstjórnar- og skrifstofumaður
3. sæti - Unnsteinn Eggertsson, sveitarstjórnarmaður og iðnrekstrarfræðingur
4. sæti - Sigurður Sigurjónsson, pípulagningamaður
5. sæti - Kolbrún Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennari
6. sæti - Valdís Magnúsdóttir, bóndi og þroskaþjálfi
7. sæti - Hörður Úlfarsson, verktaki
8. sæti - Vigdís Furuseth, ferðaþjónustubóndi
9. sæti - Jón Bjarnason, nemi
10. sæti - Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri