Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ragnar Kjartanson les í fangelsi Oscars Wilde

Mynd: https://i-d-images.vice.com/imag / https://i-d-images.vice.com/imag

Ragnar Kjartanson les í fangelsi Oscars Wilde

14.09.2016 - 18:08

Höfundar

Ljósmyndarinn Nan Goldin, goðsögnin Patti Smith, leikarinn Ralph Fiennes og myndlistamennirnir Ragnar Kjartansson og Ai Weiwei taka þátt í sýningunni Inside í fangelsinu Reading um þesar mundir. Lestin skoðaði sýninguna, Oscar Wilde og spjallaði við Ragnar Kjartansson.

 

Artangel er teymi breskra listamanna sem í yfir 30 ár hefur staðið að listasýningum á óvæntum staðsetningum og stöðum víðs vegar um heiminn. Markmið Artangel er að ögra og búa til list sem ekki er mögulegt að framkvæma innan marka hefðbundinna safnrýma. Artangel stendur nú fyrir sýningu í fangelsinu Reading  til minningar um fangelsisár Oscars Wilde og fleiri samkynhneigðra einstaklinga sem þar dvöldu.

Oscar Wilde gerðist sekur fyrir glæp tengdan samkynhneigð árið 1895 og sat inni í fangelsinu Reading í tvö ár. Wilde skrifaði 50,000 orða langt bréf er hann sat inni en bréfið nefnist Úr djúpunum eða De Profundis. Ragnar Kjartansson, Patti Smith, Ralph Fiennes eru meðal listamanna sem lesa bréfið í heildsinni hvern sunnudag næstu tvo mánuði.