Ragna Esther líklega fundin

01.09.2012 - 12:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Kona sem giftist bandarískum hermanni stríðsárunum, Ragna Esther Gavin, og hvarf í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum er að öllum líkindum komin í leitirnar.

Sú kona lést fyrir tíu árum. en hafði skipt um nafn að því er virðist af ótta við eiginmanninn. Hún giftist öðru sinni og dótttir hennar af því hjónabandi segist sannfærð um þetta sé sama konan.

Fréttastofan greindi frá því í apríl í fyrra að ættingjar Rögnu Estherar Gavin væru að reyna að komast að afdrifum hennar en samband þeirra við Esther rofnaði fljótlega eftir að hún flutti vestur um haf til Portlands í Oregon með eiginmanninum Larry Gavin. Áratugum seinna komust ættingjarnir að því að Larry hefði beitt Esther miklu ofbeldi og hótað henni lífláti með því að beina byssu að höfði hennar. Eitt sinn þurfti hún að liggja í hálfan mánuð inni á sjúkrahúsi eftir barsmíðarnar. Ættingjarnir, og dóttir Larry's af öðru hjónbandi, töldu að hann hefði ráðið henni bana. Þau áttu tvö börn saman, dóttur og son, sem talið var að hefðu verið ættleidd.

Lillý Valgerður Oddsdóttir, fékk áhuga á málinu og eftir leit á netinu, tókst henni að hafa uppi á börnum Estherar. Sonurinn er enn á lífi en fékk nýtt nafn eftir ættleiðingu. En Lillý hélt áfram að leita og nú fyrir nokkrum dögum fann hún konu sem hún er sannfærð um að sé Esther. Sú kona lést árið 2002 af lungnakrabba en hafði breytt nafninu sínu úr Ragna Esther Gavin í Radna E. Íshólm. Íshólmsnafnið er nafn fjölskyldunnar hér á Íslandi. Lillý komst að því að sú kona hafði búið í Alabama og gifst aftur og tókst að hafa uppi á dóttur hennar af því hjónabandi, Lou Ann Lemaster. Hún er búsett í Alabama og segir í samtali við Fréttastofuna að hún sé sannfærð um að Esther og Radna séu ein og sama konan. Hún frétti af uppgötvun Lillýjar þegar Lillý hafði samband við hana á miðvikudag.

Lou Ann segist hafa orðið himinlifandi þegar hún fékk fréttirnar og kemst við þegar hún segir frá því. Hún hafi talið að allir í fjölskyldu móður sinnar hafi verið látnir. Lou Ann segist ekki hafa haft hugmynd um hversu erfitt líf móðir hennar hefði verið. Hún hafi lítið talað um líf sitt og hún hafi fyrst komist að því að móðir sín hefði verið íslensk þegar hún hafi verið að taka til í íbúð hennar eftir að hún dó. Lou Ann segist hafa komist að því þegar hún sjálf hafi fengið fæðingarvottorð sitt þegar hún var á fertugsaldri að hún ætti tvö hálfsystkin. Þá hafi hún rætt við móður sína. Hún hafi sagst hafa reynt að hafa uppi á börnunum tveimur en ekki haft erindi sem erfiði.

Lou Ann segir að móðir sín hafi verið ákaflega góð kona og alltaf talað vel um fjölskyldu sín. Hún segist óska þess að móðir sín væri enn á lífi svo hún vissi að íslenska fjölskyldan sé komin í leitirnar. Ég held að það hefði glatt hana, segir Lou Ann.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi