Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ragga Gísla í tali og tónum

Mynd með færslu
 Mynd: Dagur Gunnarsson

Ragga Gísla í tali og tónum

22.12.2016 - 14:30

Höfundar

Farið er yfir feril Ragnhildar Gísladóttur í tali og tónum í tveimur þáttum í tilefni af 60 ára afmæli þessarar fjölhæfu tónlistarkonu fyrr á árinu. Hér má hlusta á þættina í heild sinni en þeir verða einnig fluttir á Rás 2 nú um jólin.

Fyrri hluti er á dagskrá frá kl. 12.40 til 14.00 á jóladag á Rás 2 og seinni hlutinn á sama tíma á öðrum degi jóla. Í Hlaðvarpi RÚV, og hér fyrir neðan, er hins vegar að finna lengri og mun ítarlegri útgáfu af þættinum með um 40 mínútum af aukaefni.

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson
Fyrri hluti
Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson
Seinni hluti
Hlaðvarp:   RSS iTunes

 

Meðal hljómsveita sem koma við sögu á viðburðaríkum ferli Röggu eru Grýlurnar, Stuðmenn, Strax, Brunaliðið, Lummurnar, Brimkló, Heimilistónar, The Human Body Percussion Ensemble, Ragga & Jack Magic Orchestra, Human Body Orchestra o.fl. að ógleymdum ótal sóló- og samstarfsverkefnum.

Viðmælendur í þættinum, auk Ragnhildar, eru Jónatan Garðarsson, Jakob Frímann Magnússon, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Inga Rún Pálmadóttir, Herdís Hallvarðsdóttir, Egill Ólafsson, Andrea Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Halldór Gunnar Pálsson og Örn Elías Guðmundsson.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Hulda Geirsdóttir.