Raftónlistarópera í bingósal Vinabæjar

Mynd með færslu
 Mynd: Saga Sig

Raftónlistarópera í bingósal Vinabæjar

23.05.2018 - 13:29

Höfundar

Samkomusalurinn í Vinabæ sem helst er þekktur fyrir bingósamkundur sem eru vinsælar hjá eldri borgurum er vettvangur sýningarinnar Free Play. Hún er byggð á óperu eftir Verdi sem er sett í raftónlistarbúning af tónlistarmanninum Hermigervli.

Sýningin nefnist Free Play en að henni standa listamenn og hönnuðir úr ólíkum greinum sem kalla sig hah-edtitions, en höfundar verksins og listrænir stjórnendur eru Borghildur Indriðadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir. Verkið er klukkustundarlöng innsetning sem byggist á óperunni La Traviata (hin fallna kona) eftir Giuseppe Verdi. Í verkinu er óperuformið brotið upp; í stað hljómsveitar skapar raftónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarenssen, einnig þekktur sem Hermivervill, hljóðheim verksins í samstarfi við sópransöngkonuna Hrafnhildi Árnadóttur.

Í tilkynningu frá höfundum kemur fram að titillinn Free Play vísi bæði í aríuna Sempre Libera, Ávallt frjáls, en einnig í áletrun sem finna má á bingóspjöldunum í Vinabæ. Þá nefna þau að salurinn, sem vekur hjá þeim hugrenningartengsl við kvikmyndir Aku Kaurismakis og Davids Lynch, hafi veitt þeim mikinn innblástur í verkið.

 

Free Play verður sýnd aðeins einu sinni á laugardaginn 26. maí í Vinabæ, Skipholti 33. Ljósmyndin í haus færslunnar er eftir Sögu Sig. 

Tengdar fréttir

Myndlist

Styttur sem stóðu af sér tímann

Myndlist

Pottaplöntur og breytt náttúruskynjun

Pistlar

Hver kynslóð ákveður hvað er list

Hönnun

Sveppablek og sjálfshönnun