Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Rafmagnslaust í Þorlákshöfn í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Samúel Örn Erlingsson - RÚV
Rafmagnslaust verður í Þorlákshöfn í nótt, aðfaranótt þriðjudags, frá kl. 01:00 og til kl. 06:00 í fyrramálið. Starfsmenn Landsnets vinna þá í aðveitustöðinni við Þorlákshöfn við undirbúning tengingar nýs jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar.

Nýi jarðstrengurinn á milli Selfoss og Þorlákshafnar er 66 kílóvolt. Áætlað að hleypa straumi á strenginn í nóvember. Hann leysir af gamla loftlínu. Með honum kemur hringtenging á svæðinu og afhendingaröryggi raforku á að aukast. Ljósleiðari er lagður með jarðstrengnum. Strengirnir eru lagðir frá Selfossi og að miklu leyti meðfram Eyrarbakkavegi að vestanverðu. Leið þeirra liggur svo til vesturs sunnan Tjarnarbyggðar, að brúnni við Óseyrarnes og til Þorlákshafnar.  

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV