Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rafmagnslaust á Borgarfirði eystra

15.12.2014 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm sveitabæir á Borgarfirði eystra og í Njarðvík hafa verið rafmagnslausir síðan klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er bilun í línu til Njarðvíkur en ekki er hægt að senda viðgerðarflokk eins og er vegna veðurs.

Díselrafstöð sér þorpinu fyrir rafmagni en sjálfvirk stýring á henni hefur verið í ólagi og því hefur rafmagn verið stopult í þorpinu í morgun. RARIK sendir viðgerðarflokk á staðinn um leið og veður leyfir. Á Borgarfirði er nú snarvitlaust norðvestanveður og á Vatnsskarði eystra var vindstyrkur yfir 30 metrum á sekúndur í nótt og hviður yfir 40 metrar á sekúndu.