Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rafmagn komið á eystra

16.12.2014 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Rafmagn komst á í Breiðadal og á Breiðdalsvík um klukkan hálf eitt í dag eftir næstum sólarhrings rafmagnsleysi. Kalt var orðið í húsum enda eru þau kynt með rafmagni og gengu björgunarveitamenn í hús og buðu fólki gistingu á Stöðvarfirði. Þá gekk Rauði krossinn einnig í hús og athugað með fólk.

Björgunarsveitin Eining fékk rafstöð senda frá Höfn í Hornafirði í nótt til að tryggja að farsímasamband og tetra kerfið héldust gagnandi. Annars hefðu rafhlöður kerfins tæmst í morgun. Klukkan þrjú í dag komst einnig rafmagn á fimm sveitabæi á Borgarfirði eystra og í Njarðvík en þeir höfðu verið rafmagnslausir síðan klukkan níu í fyrrakvöld.