Félagar í Rithöfundasambandi Íslands samþykktu í kvöld fyrsta samning sem gerður hefur verið um útgáfu rafbóka hér á landi. Samningurinn er milli rithöfunda og Félags íslenskra bókaútgefenda og tryggir rithöfundum 25 til 30 prósent af heildsöluverði hverrar rafbókar.