Bændur í Hornafirði gera tilraunir með að rækta repju til olíuframleiðslu. Vonir standa til að þetta geti orðið góð aukabúgrein ef vel tekst til.
Á síðasta ári stofnaði hópur bænda í Austur-Skaftafellssýslu ræktunarfélag í því skyni að hefja tilraunaræktun á repju. Í fyrrasumar sáðu þeir vetrarrepju á jörðum víða í sýslunni en sú ræktun heppnaðist aðeins á einni jörð. En sumarrepju var sáð í akur í apríl síðastliðnum.
Sveinn Rúnar Ragnarsson verkefnisstjóri segir að framhaldið verði ákveðið eftir uppskeruna í haust. Hann segir að heimamenn sjái möguleika á nýrri búgrein Í repjuræktinni séu mikil tækifæri, en ræktunin sé vissulega áhættusöm.