Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ræðir við þingmenn um Khashoggi

04.12.2018 - 16:29
Mynd með færslu
Gina Haspel, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Mynd:
Gina Haspel, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, ætlar í dag að upplýsa leiðtoga nokkurra nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í ræðismannsskrifstofu Saudi-Arabíu í Istanbúl 2. október.

Mörgum öldungardeildarþingmönnum gramdist það að Haspel, sem hlustað hefur á upptökur af morðinu og hefur kynnt sér rannsókn tyrknesku lögreglunnar var ekki viðstödd þegar landvarna- og utanríkisráðherra Bandaríkjanna sögðu sína skoðun á morðinu í öldungadeildinni í síðustu viku.

Eftir þá heimsókn ákvað öldungdeildin, þvert á beiðni ráðherranna, að taka til umræðu ályktun um að Bandarikin hætti stuðningi við hernað Sádi-Arabíu í Jemen. Samkvæmt skýrslu CIA bendir allt til þess að Mohammed bin Salman, krónprins í Saudi-Arabíu hafi fyrirskipað morðið Khashoggi.