Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ræðir við Jón Baldvin í Silfrinu

03.02.2019 - 08:50
Mynd:  / 
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, verður gestur í Silfrinu í dag. Þetta verður fyrsta viðtalið sem hann veitir í ljósvakamiðli frá því að konur stigu fram í janúar og sökuðu hann um kynferðislega áreitni.

Fjórar konur sögðu í viðtali við Stundina í janúar að Jón Baldvin hefði áreitt þær kynferðislega. Tvær þeirra voru nemendur hans í Hagaskóla en hinar tvær tengjast honum fjölskyldu- eða vinaböndum. Tvær aðrar konur úr fjölskyldunni hafa einnig stigið fram. Elstu frásagnirnar eru frá sjöunda áratugnum og sú nýjasta frá því í fyrra. Fleiri konur hafa greint frá sinni upplifun í lokuðum hópi á Facebook. 

Jón Baldvin sendi frá sér yfirlýsingu sem birt var í Fréttablaðinu 19. janúar. Þar sagði hann sögur kvennanna ýmist hreinan uppspuna eða skrumskælingu á veruleikanum. 

Silfrið var í beinni útsendingu klukkan 11 í Sjónvarpinu í dag. Hægt er að horfa á viðtalið við Jón Baldvin í spilaranum hér fyrir ofan.