Ræddu ekki um sendiherraskipan Geirs Haarde

16.01.2019 - 18:26
Mynd:  / 
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherrasegir að á fundi hans með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þar sem rætt var um áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastörfum, hafi ekki verið rætt um sendiherraskipan Geirs H. Haarde.

Bjarni mælti með því við Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og þáverandi utanríkisráðherra að Geir yrði skipaður sendiherra. Bjarni segir að Gunnar Bragi , hafi fyrst sagt sér frá áhuga á að starfa fyrir utanríkisþjónustu Íslands eftir að hann hafði skipað Geir H. Haarde sendiherra í Washington. 

„Það kom fyrst fram eftir að hann hafði tilkynnt mér að hann hefði tekið ákvörðun um að skipa Geir og gera aðrar ráðstafanir. Þá kom fram að hann gæti mögulega hugsað sér að starfa í utanríkisþjónustunni í framtíðinni,“ segir Bjarni.