Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ræddi við Rússa um malasísku þotuna

11.08.2014 - 15:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ræddi við Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi þann 22. júlí síðastliðinn um undirbúning að hinu svokallaða Hringborði Norðurslóða Artic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Þetta kemur fram á vefsíðu forseta Íslands.

Þar kemur að auki fram að Ólafur Ragnar og Vasiliev hafi einnig fjallað um viðbrögð við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu, nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjölskyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi.“

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki ákveðið að banna innflutning á vörum frá Íslandi eins og frá fjölmörgum öðrum vestrænum ríkjum. Skýring hefur ekki fengist á því önnur en sú að það sé vegna ákvörðunar rússneskra stjórnvalda. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur samskipti Íslendinga við Rússa vegna Norðurslóða og framgöngu forseta Íslands á þeim vettvangi vera ástæðu þess að innflutningsbann til Rússlands eigi ekki við Ísland.

Í viðtali á laugardaginn sagði Össur  „Eina skýringin sem að mér kemur til hugar er að Rússar séu þarna með meðvituðum hætti að láta Íslendinga njóta þessarar framgöngu forsetans, það er það eina sem mér dettur í hug.“