Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs

Mynd: EPA / EFE

Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs

30.11.2017 - 10:20

Höfundar

Í síðustu viku kom upp sú hugmynd í föstudagsspjallai á Morgunútvarpinu að réttast væri að reisa styttu af Björk Guðmundsdóttur fyrir framan Hörpu. Áheyrnarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina tók málið upp á fundi menningar- og ferðamálaráðs í vikunni og tillagan verður tekin fyrir á fundi ráðsins 11. desember.

Elsa Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs segir að hugmyndin um að heiðra Björk leggist vel í alla. „Ég held það þyrfti að vera eitthvað mikið að til að fólk tæki ekki vel í þetta. Við tökum svo bara hugmyndina áfram, en að sjálfsögðu er ekkert gert áður en búið er að kanna hug listamannsins,“ segir Elsa í viðtali við Morgunútvarpið.

Hún telur hugmyndina mjög fallega og hún fari nú í hefðbundið ferli innan borgarkerfisins. „En svo er hægt að spyrja sig hvort stytta sé endilega málið, árið 2017? Það er  vert að skoða hvort það væri sniðugt að setja það í hugmyndasamkeppni hvernig væri best að heiðra Björk sem listakonu,“ segir Elsa. En er það að reisa styttur af fólki liðin tíð? „Mér finnst það já. En það er svo sem ekki langt síðan það var verið að setja styttu af mikilvægri konu fyrir framan alþingishúsið, en ég held að flestir séu á því að það sé barns síns tíma.“

Mikill kynjahalli er meðal styttna Reykjavíkurborgar og ýmsir telja rétt að leiðrétta hann að einhverju leyti. Hvernig sér Elsa fyrir sér að heiðra tónlistarkonuna? „Ég var að ímynda mér að það væri sett upp róla, og þú gætir sett á þig heyrnartól. Því það er svo falleg tilfinning sem fylgir því að vera að róla, pg þú gætir hlustað á músíkina hennar á meðan. Eina sem ég hugsaði var að stytta væri kannski ekki málið, en ef þetta færi lengra ætti að sjálfsögðu að setja þetta í hugmyndasamkeppni. En ég hef alltaf verið opin fyrir öllu, ég er bara þannig manneskja.“

Tengdar fréttir

Tónlist

Björk tekur rafræna gjaldmiðla í þjónustu sína

Menningarefni

Björk lýsir áreitni von Trier nákvæmlega

Popptónlist

Björk sendir frá sér „The Gate“

Tónlist

Ný plata með Björk „mjög bráðlega“