Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ræða sameiginlegt þingframboð

03.01.2012 - 20:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Fulltrúar úr röðum Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins, fullveldissinna og einstaklingar úr stjórnlagaráði hafa rætt möguleika á að bjóða sameiginlega fram í næstu þingkosningum.

Þetta kemur fram í frétatilkynningu Friðriks Þórs Guðmundssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. Hann segir að eindregin samstaða hafi verið á fundunum um lykilbaráttumál. Höfuðáhersla sé lögð á nýja stjórnarskrá í samræmi við frumvarp stjórnlagaráðs, alvöru skjaldborg um heimilin, uppstokkun kvótakerfisins og siðvæðingu stjórnsýslunnar og fjármálamarkaðarins.

Friðrik Þór segir að þegar undirbúningsvinnu ljúki, sem hann gerir ráð fyrir að verði fljótlega, verði allt galopnað og öll pólitísk öfl og einstaklingar boðin velkomin í breiðfylkinguna.