Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ráðstefnunni slitið án samkomulags

28.02.2019 - 07:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur blaðamannafund einn síns liðs í Hanoi í Víetnam eftir að hafa slitið viðræðum við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu án samkomulags.

Hætt var við sameiginlegan hádegisverð leiðtoganna þar sem halda átti áfram viðræðunum, sem staðið hafa yfir í tvo daga, og þess í stað var blaðamannafundi flýtt um tvo tíma. Í yfirlýsingu frá Söruh Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, segir að leiðtogarnir hafi rætt ýmsar leiðir til að halda áfram afkjarnorkuvæðingu og efla efnahag ríkisins. Þeir hafi ekki náð samkomulagi að þessu sinni, en samninganefndirnar hlakki til að koma saman síðar.