Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ráðist að heimili stjórnarformanns Manchester United

epa05217207 Manchester United's chief executive Ed Woodward (C) during the UEFA Europa League round of 16 soccer match between Manchester United and Liverpool at Old Trafford in Manchester, Britain, 17 March 2016.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA - RÚV

Ráðist að heimili stjórnarformanns Manchester United

28.01.2020 - 23:57
Æstir og hundfúlir áhangendur Manchester United réðust að heimili Eds Woodward, stjórnarformanns knattspyrnufélagsins í dag. Þeir krotuðu á húsið og hentu logandi blysum í það. Woodward hefur sætt harðri gagnrýni United aðdáenda undanfarið vegna skelfilegrar frammistöðu liðsins.

Knattspyrnufélagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kom að félagið væri sannfært um að fólk myndi fylkja sér að baki félaginu á meðan unnið væri að því með lögreglunni í Manchester að hafa uppi á skemmdarvörgunum sem réðust að heimilinu.

Knattspyrnufélagið myndi banna þeim sem gerðust sekir um þessa hegðun að taka þátt i viðburðum á vegum félagsins og þeir hinir sömu gætu átt yfir höfði sér ákæru. „Það er eitt að aðdáendur láti skoðun sína í ljós, en skemmdarverk og tilraunir til að stefna lífi fólks í hættu er allt annað,“ segir í tilkynningunni.