Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ráðherrar velja sér aðstoðarmenn

Mynd með færslu
 Mynd:
Þrír ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar hafa valið sér aðstoðarmenn.

Jóhannes Skúlason verður aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir verður aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þórey Vilhjálmsdóttir verður aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Öll þrjú hafa áður starfað með ráðherrunum.