Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

„Ráðherrann er með fullt traust frá mér“

21.12.2017 - 21:49
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að staða Sigríðar Á Andersen, sem dómsmálaráðherra, hafi ekki breyst þrátt fyrir dóma Hæstaréttar í Landsréttarmálinu.

 

„Auðvitað er það mjög miður að við fáum þessa niðurstöðu frá Hæstarétti en henni ber að taka alvarlega. Ráðherrann hefur þegar greint frá því hvernig hún vilji bregðast við því með því að setja reglur sem eiga að bæta meðferð þessara mála í ráðuneytinu. Síðan er málið hér eitthvað til skoðunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd, sem er að hefja einhverja athugun á því hvort það er eitthvað frekar til að læra af málinu ef ég hef skilið það rétt. Það breytir því ekki að ráðherrann er með fullt traust frá mér.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofa þegar óskað var eftir viðbrögðum hans, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, við því að Hæstiréttur taldi embættisfærslur Sigríðar Andersen þegar skipað var í embætti Landsréttardómara ekki í samræmi við stjórnsýslulög.