Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Rabarbari ræktaður í Eyjafirði

23.06.2012 - 18:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Rabarbararæktun er hafin við Hólavatn í Eyjafirði og er stefnt að því að selja nýjan og ferskan rabarbara í verslunum eftir þrjú ár.

Edda Kamilla Örnólfsdóttir setti niður rabarbarayrki á hálfum hektara á jörð fjölskyldu sinnar við Hólavatn í Eyjafirði síðasta vor og gerir ráð fyrir að fá fyrstu uppskeru eftir tvö ár.

Hún notar tvö yrki. Breska yrkið Viktoría er svipað því sem Íslendingar eru vanir. Þýska yrkið heitir Roslin og hefur hárauðan stilk. Það tekur plöntuna þrjú ár að ná fullum þroska og gerir Edda Kamilla ráð fyrir að uppskeran nemi tíu til fimmtán tonnum eftir árferði.

Edda Kamilla segir að Íslendingar hafi lítið notað rabarbara í iðnaðarframleiðslu enda sé rabarbari lítið framleiddur, það sé helst á Skeiðum. Hinsvegar séu flutt inn 50 til 60 tonn árlega af rabarbara, mestmegnis frá Póllandi.