Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Queens of the Stone Age á Montreux 2018

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Queens of the Stone Age á Montreux 2018

03.10.2018 - 10:53

Höfundar

Í Konsert í kvöld ætlum við að hlusta á Queens of the Stone Age á Montreux Jazz Festival en sveitin spilaði á þeirri gömlu og góðu hátíð í Swiss sunnudaginn 8. Júlí sl.

Queens of the Stone Age er Amerískt rokkband, stofnað í Palm Desert í Kaliforníu árið 1996 og er í dag eitt stærsta starfandi rokkband heims.

Það var söngvarinn og gítarleikarinn Josh Homme sem stofnaðisveitina eftir að gamla bandið hans, Kyuss, lagði upp laupana.

Það hafa ýmsir komið við sögu sveitarinnar, t.d. Mark Lanegan fyrrum söngvari Screaming Trees  sem hefur komið reglulega við sögu. Og Dave Grohl, Nirvana og Foo Fighters maður sem trommaði með þeim á einni plötu og í einni tónleikaferð.

Hér má sjá plötur sveitarinnar:
Queens of the Stone Age (1998)
Rated R (2000)
Songs for the Deaf (2002)
Lullabies to Paralyze (2005)
Era Vulgaris (2007)
...Like Clockwork (2013)
Villains (2017)

Villains er sjöunda plata sveitarinnar og þeir kallarnir voru að fylgja henni eftir þegarf þeir spiluðu á Montreuc jazz Festival í sumar. Platan kom út 25 ágúst í fyrra og þetta er fyrsta platan þeirra þar sem engir gestir eru í aðalhlutverkum, bara bandið:

Josh Homme – söngur og gítar
Troy Van Leeuwen – gítarar, hljómborð ofl.
Dean Fertita – hljómborð, gítarar ofl.
Michael Shuman – bassi ofl.
Jon Theodore – trommur

Þeir fengu upptökustjórann Mark Ronson með sér í lið við gerð nýju plötunnar, en hann er helst þekktur fyrir að hafa unnið með Amy Winehouse og Bruno Mars.

Platan seldist vel, fór strax í þriðja sæti Bandaríska vinsældalistans og þegar árið 2017 var gert upp lenti hún á fjölda lista yfir bestu plötur ársins.

Tengdar fréttir

Tónlist

Konsert með Joe Strummer & The Mescaleros

Tónlist

200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins

Tónlist

Todmobile á Tónaflóði og Bjartmar á Ljósanótt

Tónlist

STAX í 50 ár í Royal Albert Hall