Pútín þakkar Trump fyrir aðstoð CIA

17.12.2017 - 17:01
epa05893867 (FILE) - A combo picture made reissued on 07 April 2017 shows US President Donald J. Trump (L) at the White House in Washington, DC, USA, 09 February 2017, and Russian President Vladimir Putin (R) in St.Petersburg, Russia, 03 April 2017. Media
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Mynd: EPA - EPA/SPUTNIK POOL
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, þakkar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir hjálparhönd sem bandaríska leyniþjónustan CIA rétti Rússum í gær. Leyniþjónustan CIA aðstoðaði við að koma í veg fyrir mannskæð ódæðisverk í Pétursborg í gær. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir yfirvöldum í Rússlandi.

Þeir Trump og Pútín ræddust við í síma í dag og þakkaði Pútín Trump fyrir gögn sem CIA lét af hendi. Gögnin komu rússneskum lögregluyfirvöldum að gagni við að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárás í borginni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lögðu á ráðin um árásina, segir í rússneskum fjölmiðlum.
 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi