Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Pússlar saman líffærum með genum

Mynd: Háskóli Íslands / hi.is
Sigríður Rut Franzdóttir, lektor í þroskunarerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, stundar athyglisverðar grunnrannsóknir á því hvernig einstök gen stýra þroskun mismunandi líffæra og líkamshluta lífvera.

 

Sigríður, sem meðal annars hefur birt niðurstöður rannsókna sinna i tímaritinu Nature sagði frá rannsóknum sínum sem hún stundar m.a. á ávaxtaflugum og bleikjum í Þingvallavatni, í Helgarútgáfunni á Rás 2 í gær.

Hallgrímur Thorsteinsson
dagskrárgerðarmaður