Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Prestafélagið frestar fundi

30.08.2010 - 13:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Prestafélag Íslands hefur frestað fundi sem átti að halda í kvöld en þar átti að ræða hvernig þjóðkirkjan myndi gera upp mál er tengjast meintum kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar. Guðbjörg Jóhannesdóttir formaður Prestafélagsins segir ástæðu þess að ekki verði af fundinum, þá ákvörðun Kirkjuráðs að fela Kirkjuþingi og forsætisnefnd þess að skipa óháða rannsóknarnefnd í málinu. Til fundar Prestafélagsins hafði verið boðað áður en Kirkjuráð lagði rannsóknarnefndina til.