Portland hafði betur gegn Denver

From front, Portland Trail Blazers guard Damian Lillard celebrates with guard Seth Curry and center Enes Kanter after the second half of Game 7 of an NBA basketball second-round playoff series Sunday, May 12, 2019, in Denver. The Trail Blazers won 100-96. (AP Photo/David Zalubowski)
 Mynd: AP

Portland hafði betur gegn Denver

12.05.2019 - 22:56
Portland Trailblazers tryggði sér sæti í undanúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi oddaleik gegn Denver Nuggets í kvöld. Denver virtist ætla að nýta sér að vera á heimavelli og leiddi leikinn frá byrjun. Mest náði liðið 17 stiga forystu í fyri hálfleik en níu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 48-39.

Leikmenn Portland söxuðu smám saman á forskotið í þriðja leikhluta og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum undir lok hans, en heimamenn leiddu með einu stigi að honum loknum, 72-71. Gestirnir héldu áhlaupinu áfram í fjórða leikhluta og stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 100-96. 

CJ McCollum skoraði 37 stig fyrir Portland og tók 9 fráköst, Evan Turner skoraði 14 stig, Damian Lillard skoraði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf 8 stoðstendingar og Enes Kanter skoraði 12 stig og tók 13 fráköst.
Nikola Jokic var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig og 13 fráköst og næstur honum var Jamal Murray með 17 stig. 

Einvígi Portland og Golden State Warriors í undanúrslitunum hefst aðfaranótt miðvikudags. Í nótt eigast svo Philadelphia 76ers og Toronto Raptors við í oddaleik um laust sæti í undanúrslitaviðureigninni gegn Milwaukee Bucks.