Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Pompeo fer á fund Kim Jong Un

03.07.2018 - 00:47
epa06859769 (FILE) - US Secretary of State Mike Pompeo speaks during a press conference at the J.W. Marriott in Singapore, 11 June 2018 (reissued 03 July 2018). Mike Pompeo will visit North Korea for a two-day visit on 05 July, following a series of
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst heimsækja Norður-Kóreu í næstu viku. Þar mun hann ræða við Kim Jong Un leiðtoga landsins um fyrirhugaða kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna, segir talsmaður Hvíta hússins. Þá mun Pompeo heimsækja Tókýó, Hanoí, Abu Dhabi og Brussel, þar sem leiðtogafundur NATO-ríkjanna fer fram í næstu viku.

Um helgina hittust bandaríski sendiherrann í Filipseyjum og norður-kóreskir embættismenn á svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. Það var fyrsti fundur bandarískra og norður-kóreskra embættismanna síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti Kim Jong Un á sögulegum fundi 12. júní, að því er blaðamenn Washington Post komast næst.

Talsverðrar tortryggni hefur gætt um yfirlýsingar Norður-Kóreumanna síðan fundur leiðtoganna fór fram. Trump og Kim sögðust eftir fundinn í júní hafa náð samkomulagi um bætt samskipti ríkjanna og kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga. Bandaríska leyniþjónustan telur að Norður-Kórea sé að reyna að blekkja Bandaríkin.

epa06859776 (FILE) - A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA), the state news agency of North Korea, shows North Korean leader Kim Jong Un (R) shaking hands with Mike Pompeo (L), secretary of State of the United States of
 Mynd: EPA-EFE - KCNA
Mike Pompeo og Kim Jong Un hittust líka í maí.