Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Pompeo ætlar til Kóreuskaga

07.06.2018 - 22:40
epa06791999 US Secretary of State Mike Pompeo responds to a question from the news media during the White House daily briefing at the White House in Washington, DC, USA, 07 June 2018. Secretary Pompeo responded to questions on the upcoming summit with
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hyggist fara til Suður-Kóreu, Japan og Kína í næstu viku til að kynna fyrirhugaðan leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu. Hann ætli að ítreka mikilvægi þess að framfylgja viðskiptaþvingunum sem í gildi eru gegn Norður-Kóreu, er haft eftir honum í umfjöllun AFP-fréttastofunnar.

Donald Trump sagði í dag að hann gæti hugsað sér að bjóða norður-kóreska leiðtoganum í heimsókn til Bandaríkjanna, að því gefnu að fundur þeirra í Síngapúr gangi vel þann tólfta júní, er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC. Þetta sagði hann eftir fund við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. 

Hann sagði að mögulega kæmist á samkomulag um að binda enda á Kóreustríðið, þótt það væri það sem hann kallaði „auðveldi hluti“ viðræðnanna. Mestu skipti hvað gerist þar á eftir.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV