Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Pólverjar draga í land

21.11.2018 - 15:10
Mynd með færslu
Byggin hæstaréttar Póllands í Varsjá. Mynd:
Laga- og réttlætisflokkurinn, stjórnarflokkurinn í Póllandi, kynnti í dag breytingar á umdeildum lögum um starfslok hæstaréttardómara.

Í lögunum sem samþykkt voru í apríl var starfslokaaldur lækkaður úr 70 árum í 65 og var markmiðið að sögn stjórnvalda að taka á spillingu og hraða endurnýjun í dómarastétt.

Evrópusambandið sagði lögin ólýðræðisleg og að Laga- og réttlætisflokkurinn gæti með þeim valdið dómara að vild. Málið var tekið fyrir hjá Evrópudómstólnum sem í síðasta mánuði tók undir það.

Að sögn fréttastofunnar Reuters hafa meira en 20 dómarar neyðst til að hætta síðan lögin tóku gildi eða um þriðjungur dómara við hæstarétt Póllands. Samkvæmt þeim breytingum sem kynntar voru í dag geta þeir snúið aftur til starfa þegar breytingarnar taka gildi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV