
Pólitískar deilur seinka evrópskum klukkum
Þetta veldur því að rafmagnið verður að koma einhverstaðar annarstaðar frá og dómínó-áhrifin eru þau, að allt að 113 gígavattstundir hafa farið út af hinu sameiginlega háspennuneti Evrópuþjóðanna síðan í janúar.
Netið teygir sig til 25 ríkja, frá Portúgal til Póllands, Grikklandi til Þýskalands - og til Balkanlandanna tveggja sem fyrr eru nefnd, hverra sambúð er ekki sem best skyldi. Og þar sem þetta er allt samtengt, segir Claire Camus, talskona ENTSO-E, sem rekur hið sameiginlega háspennunet, þá veldur slíkt orkutap truflunum á tíðni rafmagns í kerfinu öllu, en hún á að vera 50 Hz.
Og frávikið frá hinni stöðluðu tíðni, sem þessi truflun veldur, hefur reynst nógu mikið til að trufla þær rafmagnsklukkur sem stungið er í samband og byggja mælingar sínar á tímans rás á hinni stöðluðu tíðni, með þeim afleiðingum að þær hafa dregist heilar sex mínútur aftur úr samtíma sínum frá því um miðjan janúar. Unnið er að tæknilegri skammtímalausn á vandanum, segir Camus, en langtímalausnin er ekki tæknileg, heldur pólitísk - Serbía og Kósóvó verða að leysa úr sínum deilum, svo klukkur Evrópu komist aftur í takt við tímann.