Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Platini segist ekki hafa gert neitt rangt

epa04864725 (FILE) A file picture dated 15 December 2014 of UEFA President Michel Platini during the UEFA Champions League 2014/15 round of 16 draw at the UEFA Headquarters in Nyon, Switzerland. Michel Platini on 29 July 2015 confirmed his intention to
Michel Platini er í vandræðum. Mynd: EPA - KEYSTONE FILE

Platini segist ekki hafa gert neitt rangt

07.10.2015 - 14:01
Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, hefur ekki gert neitt rangt og hefur ekkert að fela að sögn talsmanns knattspyrnustjörnunnar fyrrverandi.

Saksóknarar í Sviss saka Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, um að hafa, árið 2011, greitt Platini með ólögmætum hætti tæpar tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 250 milljónir króna. Siðanefnd FIFA fundar í dag vegna málsins. 

Útskýringar Platini hafa þótt vafasamar en talsmaðurinn, Pedro Pinto, segir að hann hafi gefið rannsakendum fullnægjandi skýringar. Pinto segir að það sé ekkert við þær að bæta og Platini telji að hann þurfi ekki að réttlæta gjörðir sínar frekar. Michel Lauber, ríkissaksóknari í Sviss, er ekki sammála því og segir að gögn í málinu sýni að greiðslan hafi farið gegn hagsmunin FIFA. Hún var innt af hendi 2011 en Blatter og Platini fullyrða að hún hafi verið fyrir verk sem Platini vann áratug fyrr.

Platini segir að greiðslan hafi ekki borist fyrr vegna fjárhagsstöðu FIFA. Það kemur ekki heim og saman því FIFA hagnaðist um jafnvirði ellefu milljarða íslenskra króna á árunum 1999-2002 þegar vinna Platinis átti að fara fram. 

Greiðslan barst tveimur mánuðum áður en UEFA lýsti yfir stuðningi við Blatter í forsetakjöri FIFA. Sepp Blatter sagði af sér í byrjun júní en kosið verður um nýjan forseta í febrúar. Platini þótti líklegur arftaki en meint brot gætu haft alvarlegt áhrif á framboð hans til forseta FIFA.

Tengdar fréttir

Erlent

Stuðningsaðilar krefjast afsagnar Blatters

Íþróttir

Platini í vondum málum

Fótbolti

FIFA útilokar fyrrverandi varaforseta

Fótbolti

Enn hitnar undir Blatter og Platini