Plastbarki Beyene reynist vel

09.06.2012 - 13:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Eritreumanninum Andemariam Beyene sem fyrstur manna fékk græddan plastbarka í sig fyrir ári, heilsast vel. Hann vinnur nú fyrir Íslenskar orkurannsóknir.

Beyene var við nám hér á landi þegar hann greindist með krabbamein í barka. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, var einn læknanna sem gerði aðgerðina í Svíþjóð. Hann sagði í viðtali á Rás 2 að Beyene hefði verið mjög hás fyrst eftir aðgerðina en sem betur fer hafi röddin komið til baka. Rödd hans sé nú orðin eðlileg.

„Almennt hefur allt gengið vonum framar,“ segir Tómas. „Hann útskrifaðist frá raunvísindadeild Háskólans í vetur og vinnur um þessar mundir við rannsóknir sem tengjast MS námi hans.“

Stöðugt til rannsóknar

Tómas segir að Beyene sé enn undir lækniseftirliti og hafi farið nokkrum sinnum til Svíþjóðar til skoðunar. Þar sé barkinn til stöðugrar rannsóknar.  Ekki sé í þessu tilfelli þörf á öflugum og dýrum ónæmisbælandi lyfjum sem myndi gera Beyene ókleift að snúa aftur heim. Því hafi barkaígræðslan verið lausn sem vonandi dugar og reynist verða langtímalausn.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi