Píratar hafa aldrei mælst með meira fylgi

02.03.2016 - 17:57
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Píratar hafa aldrei mælst með meira fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup. Uppgjör innan Samfylkingarinnar virðist lítil áhrif hafa á fylgi hennar.

Gallup kannaði fylgi við flokka í febrúar. Litlar breytingar hafa orðið á stuðningi við flokka. Píratar mælast enn með mest fylgi, 35,9% - en þeir hafa aðeins einu sinni áður mælst með svo mikið fylgi hjá Gallup. Það var í ágúst, síðastliðnum. Það vekur athygli að neikvæð umræða undanfarið um innanflokksátök hjá Pírötum virðist ekki hafa áhrif á fylgi þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 23,7% og Framsóknarflokkurinn með 11%. Vinstri græn mælast með 10,8% og Samfylkingin með 9,7%. Umræða um forystumál Samfylkingarinnar, flýting landsfundar og uppgjör formannsins virðast hafa lítil áhrif. Björt framtíð nær sér ekki á strik og mælist nú með 3,3%. Aðrir flokkar mælast með 5,6%. 

36,7% styðja ríkisstjórnina nú. 

Könnunin var gerð dagana 28. janúar til 28. febrúar 2016. 5718 voru í útaki Gallup en 59,2% tóku þátt. Þar af nefndu 79,8% flokk, 10,8% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara en 9,5% sögðust ætla að skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,7-1,8%. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi