Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Píndist þú, móðurættin mín

19.06.2015 - 12:26
Mynd: Tímarit.is / Tímarit.is
Elías Halldór Ágústsson spurði okkur á Facebook áðan hvort þessi þáttur, Píndist þú, móðurættin mín? væri til í safninu. Við fundum hann og dustuðum nýfallið ryk af ÓskaRÚV í kjölfarið í tilefni dagsins.

Píndist þú, móðurætt mín? heitir sjónvarpsþáttur. Það eru þær Sigrún Stefánsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir fréttamenn sem stjórna dagskrá í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Þátturinn var sýndur á RÚV fyrir 30 árum.

Rakin er forsaga málsins og gamalt fólk minnist þessara tímamóta. Fjallað er um það hvernig konum hefur nýst kosningarétturinn og um konur á Alþingi. Önnur jafnréttismál ber einnig á góma — m.a. í samtali við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands."