Philadelphia jafnaði metin gegn Toronto

Philadelphia 76ers forward James Ennis III (11) draws a foul as he drives to the net against Toronto Raptors guard Kyle Lowry (7) during the first-half of a second-round NBA basketball playoff game in Toronto, Monday, April 29, 2019. (Frank Gunn/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP

Philadelphia jafnaði metin gegn Toronto

30.04.2019 - 05:56
Jimmy Butler fór fyrir félögum sínum í Philadelphia 76ers í nótt þegar liðið jafnaði metin gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta. Leiknum lauk 94-89 fyrir Philadelphia. Staðan er 1-1 í einvígi liðanna, og verða næstu tveir leikir háðir í Philadelphiu. Einvígi Denver Nuggets og Portland Trailblazers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar hófst í nótt með sigri heimamanna í Denver, 121-113. Nikola Jokic skoraði 37 stig fyrir heimamenn.

Gestirnir úr Philadelphia voru yfir nánast allan leikinn gegn Toronto, ef undan eru skildar allra fyrstu mínúturnar. Auk þess að skora 30 stig tók Butler 11 fráköst fyrir Philadelphia. næstur honum í stigaskorun var varamaðurinn James Ennis III með 13 stig. Kawhi Leonard gerði hvað hann gat til þess að tryggja heimamönnum sigur en 35 stig hans dugðu ekki til. Paskal Siakam skoraði 21 stig og Kyle Lowry 20.

Leikur Denver og Portland var jafn og spennandi framan af en heimamenn sigu framúr í upphafi seinni hálfleiks. Jamal Murray skoraði 23 stig fyrir Denver og Paul Millsap 19, en stigahæstur gestanna var Damian Lillard með 39 stig. Enes Kanter skoraði svo 26 stig fyrir Portland.