Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Perú í undanúrslit Ameríkubikarsins

epa04819218 Peruvian striker Jose Paolo Guerrero celebrates after scoring his third goal during the Copa America 2015 quarter-finals soccer match between Bolivia and Peru, at Estadio Municipal Bicentenario German Becker in Temuco, Chile, 25 June 2015.
 Mynd: EPA - EFE

Perú í undanúrslit Ameríkubikarsins

26.06.2015 - 01:45
Perú sigraði Bólivíu 3-1 í fjórðungsúrslitum Ameríkubikarsins í knattspyrnu, Copa America, í kvöld. Javier Guerrero skoraði öll mörkin þrjú fyrir Perú en Marcelo Martins minnkaði muninn undir lok leiks úr vítaspyrnu.

Guerrero skoraði fyrstu tvö mörkin á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks og bætti því þriðja við á 74. mínútu. Perú mun mæta gestgjöfum Síle í undanúrslitum.
Annað kvöld mætast Argentína og Kólumbía og fjórðungsúrslitunum lýkur svo á laugardagskvöld með leik Brasilíu og Paragvæ.