Pelosi reif stefnuræðu Trumps

epaselect epa08193788 Speaker of the House Nancy Pelosi (C, top) tears up a copy of the State of the Union address that US President Donald J. Trump (C, bottom) just delivered, as US Vice President Mike Pence (L) looks on, in front of the floor of the US House of Representatives on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 04 February 2020. President Trump delivers his address as his impeachment trial is coming to an end with a final vote on the two articles of impeachment scheduled for 05 February.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stóð á fætur og reif prentaða útgáfu af stefnuræðu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, nánast um leið og hann lauk máli sínu. Pelosi sat aftan við ræðupúltið, við hlið Mike Pence, varaforseta, á meðan Trump flutti ræðuna. Aðspurð hvers vegna hún gerði þetta svaraði Pelosi því til að þetta hefði verið „kurteislegri valkosturinn af þeim tveimur sem til greina komu."

Nokkru síðar sagði hún fréttamanni Fox-sjónvarpsstöðvarinnar að hún hefði rifið ræðuna því leit hennar að einni síðu með einhverju sannleikskorni hefði reynst árangurslaus.  

Engir kærleikar milli Pelosis og Trumps

Pelosi lagði fram hina formlegu kæru á hendur Trump og mjög grunnt er á hinu góða á milli þeirra forsetans. Hefð er fyrir því að forseti fulltrúadeildarinnar kynni forsetann með nokkurri viðhöfn er hann mætir í deildina til að flytja þingi og þjóð stefnuræðu sína.

Hefðbundna ávarpið hljóðar um það bil svona, í þýðingu fréttamanns: „Ágætu þingmenn, það eru mikil forréttindi og einstakur heiður að fá að kynna á svið forseta Bandaríkjanna." Í nótt lét Pelosi stuttu útgáfuna nægja og sagði: „Ágætu þingmenn, forseti Bandaríkjanna."

Trump lét ekki sitt eftir liggja í þessum leik, því hann hundsaði framrétta hönd Pelosi og vatt sér beint í ræðuhöldin. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi