Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Patti Smith stressuð á Nóbelsafhendingu

Mynd: EPA / TT NEWS AGENCY

Patti Smith stressuð á Nóbelsafhendingu

10.12.2016 - 19:49

Höfundar

Nóbelsverðlaunin voru afhent í dag í Stokkhólmi og Ósló. Í Stokkhólmi voru fimm verðlaun afhent - í bókmenntum, læknavísindum, eðlisfræði, efnafræði og hagfræði. Allir verðlaunahafar komu til afhendingarinnar nema einn - Bob Dylan. Í stað hans kom Patti Smith og söng lag Dylans - A Hard Rain´s A-Gonna Fall. Hún þurfti þó að gera tvær atlögur að laginu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, enda sagðist hún nokkuð taugaveikluð vegna þess hve stórt tilefnið væri.

Fyrr í dag tók Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í Noregi. Santos fékk verðlaunin vegna friðarsamnings ríkisstjórnar sinnar við skæruliðasamtökin FARC, sem hafa háð vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum í fimm áratugi. Samningarnir náðust í lok ágúst, en var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýr friðarsamningur var svo undirritaður í lok nóvember.