Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Pastasalat með smjörristuðum rúgbrauðsteningum

15.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Ekki láta afganga frá því í gær fara til spillis, búið til ljúffengt pastasalat með stökkum rúgbrauðsteningum

 

Tími: 30 mínútur
1 skammtur

 

Innihald:
2 msk. sinnep
1/2 sítróna
2-3 msk. olía
200 g heilhveitipasta
Kapers
1 stk. rauð paprika
Kryddjurtir að eigin vali
100 g kjúklingur

 

Aðferð:
Blandið sinnepi og sítrónusafa saman í skál og bætið olíunni smám saman við.
Hellið olíu í blönduna þar til hún fer að líkjast majónesi.
Sjóðið pastað og látið það kólna alveg áður en því er hrært saman við sinnepssósuna.
Það má nota pasta frá því deginum áður.
Bætið við fínt skorinni papriku, kryddjurtum að eigin vali, kapers og kjúklingi steiktum í karrý (hugsanlega frá deginum áður). Skreytið salatið með afilla cress.

 

Stökkir rúgbrauðsteningar:
1 lítið rúgbrauð
um það bil 50 g smjör
flögusalt og pipar úr kvörn

 

Aðferð
Skerið skorpuna af öllu rúgbrauðinu með stórum, tenntum hníf.
Skerið „nakið“ rúgbrauðið í 1x1 sm stóra teninga.
Bræðið smjör og ólífuolíu á pönnunni við meðalhita.
Það á bara að bráðna, ekki verða gullið.
Veltið teningunum upp úr bráðnu smjörblöndunni og látið þá ristast hægt og rólega enn við meðalhita.Veltið þeim annað slagið.
Látið þá kólna og berið þá fram á pastasalötum,  grænum salötum eða bara sem hollt nasl.

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir