Menningarnótt er á laugardaginn og ljómandi verður gaman þá – þá mun stór hluti þjóðarinnar leggja leið sína í miðborgina og njóta þess sem þar er í boði frá morgni til kvölds.
Eitt af því sem boðið er upp á eru tónleikar Rásar 2 á Arnarhóli – Tónaflóð þar sem fram koma Glowie, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Bubbi Morthens og svo samansafn tónlistarmanna að Vestan í tilefni af 150 ára afmæli Ísafjarðarbæjar, atriði sem Flateyringurinn og foringi Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson heldur utan um.
Og í tilefni af Menningarnóttinni og Tónaflóði Rásar 2 ætla ég að bjoða upp á í Konsert kvöldsins, upprifjun frá tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt 2009 og 2005. Við heyrum í Pöpunum og Þursaflokknum í Hljómskálagarðinum árið 2009 og svo Todmobile á Hafnarbakkanum 2006.
Árið 2006 var dagskráin svona:
Leaves
Írafár
Brimkló
Egó
En 2009 svona:
Lights On The Highway
Hinn Íslenski Þursaflokkur
Paparnir
Ingó og Veðurguðirnir
Páll Óskar