Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Panta þarf fyrirfram í Bláa lónið

22.02.2015 - 21:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Aðsókn hefur verið svo mikil í Bláa lónið í febrúar ekki hefur verið hægt að fá aðgang nema að panta fyrirfram. Eftir klukkan sex á daginn þarf þó ekki að bóka. Í gær var komust færri að en vildu í lónið í björtu og kyrru vetrarveðrinu.

750 gestir geta verið þar á sama tíma.  Nánast alla daga í febrúar hefur þurft að stýra aðsókninni. Fjöldinn takmarkast af skápaplássi og eins telja stjórnendur lónsins að upplifun gesta verði betri þegar ekki er krökkt af fólki. Meira en 700 þúsund manns fóru í lónið í fyrra en það er langvinsælasti ferðamannastaður landsins. Almennt verð í lónið er 5400 krónur.