Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Panna cotta með anís

08.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Panna cotta er sígildur ítalskur eftirréttur. Í þessari uppskrift notar Mette Blomsterberg stjörnuanís til að fá fram fágað bragð. Í þættinum Sætt og gott bar hún fram þetta panna cotta með stökkum lakkrís-touilles.

 

Fyrir 4
Tími: klukkustund, á að vera í ísskáp í þrjá klukkutíma

Innihald:
Anískrem:
3 matarlímsblöð
6 dl rjómi 38%
6 stk stjörnuanís
80 g sykur
Stökkar lakkrís-touilles:
100 g sykur
30 g smjör
30 g mjólk
30 g maizenamjöl
Svolítið lakkrískurl til skrauts

 

Skraut:
24 stk. fersk hindber
svolítill flórsykur

 

Þar fyrir utan þarf:
4x200 ml glös

Aðferð:

1
Anískrem: Leggið matarlímið í bleyti í 1/2 lítra af köldu vatni í hálftíma.
Setjið rjóma, stjörnuanís og sykur í lítinn pott og hitið í 85 gráður.
Hrærið annað slagið.

2
Takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 10-12 mínútur.
Vindið matarlímið og setjið það í heitan rjómann.
Hrærið þar til matarlímið er alveg bráðnað.

3
Hellið þessu gegnum sigti í könnu. Hellið blöndunni í glös og setjið þau varlega í ísskápinn í að minnsta kosti 3 tíma eða setjið filmu á þau og geymið til næsta dags.

4
Stökk lakkrís-touiles: Bræðið sykur, smjör og mjólk í potti.
Bætið maizenamjöli út í og hrærið vel út.
Látið blönduna kólna í tíu mínútur.
Hafið bökunarplötu með bökunarmottu tilbúna.

5
Setjið kælda blönduna með góðu millibili í 4-6 litlar slettur með þvermál eins og fimm kall.
Það getur verið góð hugmynd að gera nokkrar auka.
Smyrjið þær út í langa „dropa“ og sáldrið lakkrískurli ofan á.
Bakið í 180 gráðu heitum ofni þar til þær eru gullnar – um það bil 5 mínútur allt eftir ofninum. Kælið alveg.

6
Að bera fram: Stingið kældum lakkrís-touilles niður í miðjuna á ísköldu, stífnuðu anískreminu. Setjið sex fersk hindber á hvern eftirrétt og sáldrið svolitlum flórsykri yfir.
Berið fram strax.

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir