Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Palli - Sonic Youth og AC/DC

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Palli - Sonic Youth og AC/DC

25.05.2018 - 18:11

Höfundar

Páll Ragnar Pálsson tónskáld og gítarleikari Maus er gestur Füzz í kvöld.

Palli kemur með uppáhalds ROKKplötuna sína sem er með Sonic Youth, en hann hlaut fyrir nokkrum dögum aðalverðlaun á Alþjóðlega tónskáldaþinginu (International Rostrum of Composers) í Búdapest í Ungverjalandi  fyrir tónverkið Quake. Verk Páls þótti skara fram úr að mati dómnefndar þingsins. Verðlaunin verða til þess að sinfóníuhljómsveit Franska ríkisútvarpsins pantar nýtt verk hjá honum.  Füzz segir bravó!

Plata þáttarins er fyrsta plata AC/DC sem gefin var út á alþjóðamarkaði og inniheldur lög sem komu út á fyrstu tveimur plötunum sem komu eingöngu út í heimalandinu Ástralíu. Þær plötur heita High Voltage og T.N.T. og komu báðar út 1976. Plata þáttarins kom út árið eftir – 1976.

Platan seldist vel og henni var vel tekið af almenningi en sumum gagnrýnendum fannst hún það versta sem hafði komið fyrir rokkið. Hann var t.d. á þeirri skoðun gagnrýnandi Rolling Stone, Billy Altman sem sagði að rokkið hefði aldrei verið verr statt en á þessari plötu þessarar áströlsku hljómsveitar þar sem söngvarinn hrækti út úr sér orðunum á afskaplega þreytandi hátt, en það væri líklega stíllinn þegar það eina sem maður hefði áhuga á væri að vera stjarna og leggja nýja konu á hverju kvöldi. Billboard tímaritið sagði að þessi plata væri eins og blanda af Led Zeppelin og Sensational Alex Harvey Band.

Óskalagasíminn verður opnaður um kl. 20 (5687-123) og Garg-fréttir verða á sínum stað.

Hér er svo lagalistinn:

Bubbi og Dimmma - Vægan fékk hann dóm
AC/DC - It´s a long way to the top if you wanna rock´n roll (plata þáttarins)
Heart - Barracuda
Ham - Vestur Berlín
Týr - Blood of heroes
Guns´n Roses - Street of dreams
Scorpions - Rock you like a hurricane
The Stooges - Down on the street
SÍMATÍMI
Norður - Brjótum
Led Zeppelin - Moby dick (óskalag)
Dr. Feelgood - Milk & alcohol(óskalag)
Roachford - Cuddly toy (óskalag)
Pat Benatar - Hit me with your best shot
Þeyr - Life transmission
Black Foxxes - Sæla
AC/DC - Can i sit necxt to you girl (plata þáttarins)
GARG-FRÉTTIR
Van Halen - Jump
PÁLL RAGNAR PÁLSSON - GESTUR FUZZ
Maus - Síðasta ástin fyrir pólskiptin
PÁLL RAGNAR SPJALL
Sonic Youth - Silver rocket
PÁLL RAGNAR SPJALL
Sonic Youth - Kissability
The Who - Pinball Wizard (óskalag)
The Beatles - Helter skelter
AC/DC - High voltage

Tengdar fréttir

Tónlist

Birgitta - Purple og Oasis

Tónlist

Maiden - Lay Low og Foreigner

Tónlist

Ingó - Derek Smalls og Green Day

Tónlist

Lögreglustjórinn og Stones, Ace og Guns